Fréttir eftir árum


Fréttir

Alþjóðlega þýskuprófið TestDaF

22.11.2022

Alþjóðlega þýskuprófið TestDaF verður haldið í Tungumálamiðstöð Háskóla Íslands 14. febrúar 2023 kl. 9:15. Prófið er bæði skriflegt og munnlegt og er ætlað þeim, sem ætla að fara í háskólanám í Þýskalandi. Prófið er nú alfarið rafrænt og verður því haldið í tölvuveri Tungumálamiðstöðvar á 2. hæð í Veröld – húsi Vigdísar.

Skráning og greiðsla prófgjalds fer fram rafrænt á vef TestDaF Institut

Skrá sig í TestDaf prófið  


Próftaki fylli vandlega út umsóknareyðublaðið, mjög mikilvægt er að engar upplýsingar vanti. Ath. að gefa þarf upp vegabréfsnúmer og mæta með vegabréf í prófið. Prófgjaldið er 210 Evrur og er greitt rafrænt við skráningu. Hægt er að greiða með bæði Visa og Master Card.

Skráningarfrestur rennur út 6. febrúar.

Nánari upplýsingar um prófið sjálft er að finna á: www.testdaf.de og í Tungumálamiðstöð hjá Eyjólfi Má Sigurðssyni: ems@hi.is, 525-4593