Fréttir eftir árum


Fréttir

Alþjóðlegur sérfræðingur í gervigreind heldur opinn fyrirlestur

Michael Wooldridge er einn fremsti fræðimaður heims í gervigreind.

30.5.2022

Maður hallar sér fram á borð. Bókahilla í bakgrunni.

Michael Wooldridge, einn fremsti fræðimaður heims í gervigreind (artificial intelligence; AI), heldur opinn fyrirlestur í Háskólanum í Reykjavík á morgun, 31. maí kl. 16:00 í stofu M101. Michael er prófessor í tölvunarfræði og fyrrverandi deildarstjóri tölvunarfræðideildar Oxford-háskóla. Hann er einnig forstöðumaður hjá Alan Turing-stofnuninni þar sem hann leiðir viðamiklar rannsóknir í gervigreindarvísindum. Wooldridge hefur verið sérfræðingur á sviðinu í liðlega aldarfjórðung og birt meira en 400 vísindagreinar um efnið. Hann er einnig höfundur bókarinnar „The Road to Conscious Machines“, sem þykir mikilvægur leiðarvísir fyrir þau sem vilja skilja gervigreindarvísindi.

Fyrirlesturinn á morgun er ætlaður almenningi og fjallar um nýlega þróun í gervigreind, en þróunin að undanförnu hefur verið mjög áhugaverð. Þar má nefna að fram eru komin gervigreindarkerfi sem geta haldið uppi flóknum og innihaldaríkum samtölum og svarað flóknum spurningum um ótrúlega fjölbreytt málefni.

Í fyrirlestrinum mun Michael Wooldridge fjalla um spurningar eins og:

  • Hver er raunveruleg greind gervigreindarhugbúnaðar?
  • Að hversu miklu leyti er búnaðurinn með sama skilning og fólk?
  • Og hvert stefnir þessi tækni?


Kynntu þér nám í gervigreind. 

----------
Michael Wooldridge, one of the foremost researchers in Artificial Intelligence and former head of the Department of CS at Oxford, will host a public talk at Reykjavík University on May 31 at 4 PM in room M101.

Wooldridge is now the Director of Foundational AI Research at the Alan Turing Institute, where he will lead the development of a UK-wide portfolio of research focused on core AI science to help achieve the aims of the British National AI Strategy.

Michael Wooldridge is a Professor of Computer Science and Head of the Department of Computer Science at the University of Oxford. He has been an AI researcher for more than 25 years, and has published more than 400 scientific articles on the subject. He is the author of "The Road to Conscious Machines", a popular science introduction to AI published by Pelican in 2020.

Recent developments in Artificial Intelligence (AI) are startling - at least at first sight. We now have AI systems that appear to be able to sustain meaningful conversations, capable of answering complex questions about an impressively broad range of topics. Machines that can really pass Turing's famous test for machine intelligence now seem plausible within the near future.

In this talk, which is addressed to the general public, Wooldridge will address questions such as:

  • To what extent are current AI tools really intelligent?
  • To what extent can we say they understand in the same way that we do?
  • And where is this technology heading?

Learn about studies in Artificial Intelligence.