Fréttir eftir árum


Fréttir

Andleg líðan ungmenna hefur versnað í COVID

7.6.2021

Rannsóknir íslenskra og bandarískra atferlis- og félagsvísindamanna meðal 59.000 íslenskra unglinga sýna COVID-19 hefur haft slæm áhrif á andlega heilsu unglinga, sérstaklega stúlkna. Niðurstöður rannsóknanna birtust nýverið í grein hinu virta vísindatímariti The Lancet Psychiatry og ber titilinn: Depressive symptoms, mental wellbeing, and substance use among adolescents before and during the COVID-19 pandemic in Iceland: a longitudinal, population-based study.

Ingibjörg Eva Þórisdóttir, sérfræðingur við Rannsóknir og greiningu og sálfræðideild HR og fyrsti höfundur greinarinnar segir: 

Í greiningu á þessum síðustu rannsóknarniðurstöðum Rannsókna og greiningar hefur komið í ljós að þunglyndiseinkenni ungmenna mælast meiri en áður og andleg heilsa þeirra er verri. Í faraldrinum hefur þó dregið úr neyslu vímuefna en í gögnum okkar getum við borið saman gögn varðandi sama aldurshóp, fyrir og eftir faraldurinn.

Andleg líðan ungmenna hefur versnað í COVIDNiðurstöðurnar sýna einnig að munur var á aldri og kyni hvað varðar líðan ungmenna í faraldrinum en hann virðist hafa haft verri áhrif á andlega heilsu stúlkna á aldrinum 13 til 18 ára en drengja á sama aldri. Þá kom í ljós að dregið hefur úr sígarettureykingum, rafrettunotkun og áfengisneyslu á meðal 15-18 ára barna í faraldrinum. Hins vegar, er mögulegt að minnkandi áfengisneysla sé óbein afleiðing af aukinni einangrun, sem getur virkað eins og verndandi þáttur og dregið úr vímuefnaneyslu til lengri tíma.

Þórhildur Halldórsdóttir, klínískur barnasálfræðingur og lektor í sálfræði við HR, sem leiddi greinina ásamt Ingibjörgu Evu segir að niðurstöðurnar sýni að félagsleg einangrun í faraldrinum frá jafnöldrum og vinum hafi mjög slæm sálræn áhrif á ungt fólk og mikilvægt sé að huga að mótvægisaðgerðum að faraldrinum loknum.