Fréttir
Áskoranir bíða einstaklinga og opinberra aðila á sviði netöryggis
Vel heppnað málþing í samstarfi HR og Breska sendiráðsins
Vel heppnað málþing um netöryggi var haldið í samstarfi Háskólans í Reykjavík og Breska sendiráðsins í gær þann 24. mars. Sérstakur heiðursgestur var Dr. Bryony Mathew, sendiherra Bretlands á Íslandi.
Vel fór á með Ragnhildi Helgadóttur, rektori Háskólans í Reykjavík, og Dr. Bryony Mathew, sendiherra Bretlands á Íslandi.
Fyrirlesari var James Muir frá bresku rannsóknarstofnuninni RUSI og fjallaði erindi hans um þær áskoranir sem bíða bæði einstaklinga og opinberra aðila á sviði netöryggis.
Muir hefur sinnt ýmsum rannsóknum varðandi netöryggi fyrir hið opinbera í Bretlandi og hefur ríka þekkingu á því landslagi er þar blasir við.