Fréttir eftir árum


Fréttir

Átta vísindamenn Háskólans í Reykjavík hljóta styrki úr Rannsóknarsjóði

16.1.2019

Styrkirnir

Fræðimennirnir koma úr öllum deildum háskólans en alls fengu átta vísindamenn styrki fyrir sjö verkefni á sviði tækni- og verkfræði, sálfræði, tölvunarfræði og lögfræði.

Verkefnisstyrkir

Andrei Manolescu, tækni- og verkfræðideild: 

  • Hitarafeindaleiðni í kjarna/skeljar nanóvírum.

Luca Aceto, tölvunarfræðideild: 

  • Opin vandamál í jöfnurökfræði ferla.

Tarmo Uustalu, tölvunarfræðideild: 

  • Quantified computational effects and interaction. 

Jón Friðrik Sigurðsson og Paul Salkovskis, sálfræðisvið viðskiptadeildar: 

  • Þróun og árangursmat á hugrænni atferlismeðferð við starfrænum einkennum sem skerða vinnugetu.

Rannsóknastöðustyrkir

Snjólaug Árnadóttir, lagadeild: 

  • Tilkall til hafsvæða á tímum loftslagsbreytinga.

Doktorsnemastyrkir

Ingunn Sigríður Unnsteinsdóttir Kristensen, sálfræðisviði viðskiptadeildar: 

  • Heilahristingur meðal íslenskra íþróttamanna: Margþátta rannsókn.

Magnus De Witt, tækni- og verkfræðideild: 

  • Sjálfbær orkuframleiðsla á dreifbýlum norðurslóðum: Greining á auðlindum, tækni og stefnumótum við hönnun orkukerfa.