Fréttir eftir árum


Fréttir

Betri samgöngur og Háskólinn í Reykjavík skrifa undir viljayfirlýsingu um samstarf

23.2.2022

Betri samgöngur og Háskólinn í Reykjavík hafa gengið frá viljayfirlýsingu um að eiga samstarf um doktorsverkefni. Doktorsverkefnið er á sviði rekstarverkfræði með áherslu á verkefnastjórnsýslu og gagnasafnsfræði. Tilgangurinn er að þróa aðferð sem tryggir betri ákvörðunartöku, meiri áhættuvitund og aukna skilvirkni vegna fjárfestinga í stórum og umfangsmiklum verkefnum sem kalla á hagkvæmniathuganir.

Ein af útkomum verkefnisins verður að safnað verður með formlegum hætti gögnum um lykilstærðir vegna opinberra fjárfestingaverkefna. Með þessu verður mögulegt að bera saman mismunandi verkefni, meta áhættu og gera forspá um árangur á grunni reynslunnar.

Ásthildur Lára Stefánsdóttir MSc rekstrarverkfræðingur mun vinna að ofangreindu doktorsverkefni, undir handleiðslu þeirra Þórðar Víkings Friðgeirssonar og Helga Þórs Ingasonar fræðimanna við Háskólann í Reykavík. Meðfylgjandi mynd var tekin við formlega undirritun viljayfirlýsingarinnar í Háskólanum í Reykjavík þann 23. febrúar.

Frá vinstri: Helgi Þór Ingason (HR), Þórður Víkingur Friðgeirsson (HR), Ásthildur Lára Stefánsdóttir (HR), Þröstur Guðmundsson (Betri samgöngur) og Davíð Þorláksson (Betri samgöngur).

Frá vinstri: Helgi Þór Ingason (HR), Þórður Víkingur Friðgeirsson (HR), Ásthildur Lára Stefánsdóttir (HR), Þröstur Guðmundsson (Betri samgöngur) og Davíð Þorláksson (Betri samgöngur).