Fréttir eftir árum


Fréttir

Ný bók um hafrétt komin út

9.6.2015

Eitt stærsta útgáfufyrirtæki lagabóka í heimi, Brill/Nijhoff, hefur gefið út bók dr. Bjarna Más Magnússonar, lektors við lagadeild Háskólans í Reykjavík.

Bjarni Már Magnússon

Bókin ber titilinn The Continental Shelf Beyond 200 Nautical Miles –Delineation, Delimitation and Dispute Settlement. Í henni fjallar Bjarni um afmörkun landgrunns strandríkja utan 200 sjómílna og afmörkun hafsvæða nágrannaríkja, frá ýmsum hliðum. Lögð er áhersla á hlutverk strandríkja, landgrunnsnefndar Sameinuðu þjóðanna og alþjóðlegra dómstóla í þessu samhengi.

Í kynningu frá Brill/Nijhoff segir að Bjarni rökstyðji vel að þrátt fyrir að spenna geti skapast í málum tengdum afmörkun landgrunns, sé skýrt hvernig samspili umræddra stofnana og málsmeðferða sé háttað og þær séu hluti af rökrænu kerfi þar sem hver þáttur spili ákveðið hlutverk.

Bjarni Már er með doktorspróf í lögfræði frá lagadeild Edinborgarháskóla. Hann var í lagateymi Bangladesh gegn Myanmar í fyrsta deilumálinu sem flutt var fyrir alþjóðlegum dómstól um afmörkun landgrunns utan 200 sjómílna.

Hægt er að nálgast bókina á www.amazon.com og á vefsíðu útgefandans: