Fréttir eftir árum


Fréttir

Átakalínur okkar tíma til umfjöllunar í nýrri bók

14.7.2015

Jón Ormur Halldórsson, dósent við viðskiptadeild er höfundur nýrrar bókar sem ber nafnið „Breyttur heimur“. 

Í bókinni er fjallað um þær djúpstæðu breytingar sem eru að verða á heiminum í pólitískum, efnahagslegum, lýðfræðilegum og menningarlegum skilningi á sama tíma og heimsvæðingin hefur séð til þess að það sem áður var fjarlægt er nú komið í návígi og mótar aðstæður fólks og möguleika.  

Bókin varpar ljósi á ýmsar óraflóknar og hnattrænar átakalínur okkar tíma og sýnir þeir sem samhangandi og skiljanlega heild.

Mál og Menning gefur bókina út, en hér er hægt að panta hana á netinu.