Fréttir eftir árum


Fréttir

Byggðaþróun - styrkir til meistaranema

26.9.2022

Byggðarstofnun logoByggðastofnun auglýsir styrki til meistaranema sem vinna að lokaverkefnum á sviði byggðaþróunar. Kostur er ef verkefnin hafa skírskotun til byggðaáætlunar. Til úthlutunar er allt að 1.000.000 kr. og stefnt er að því að veita fjóra styrki.

Hér er að finna rafrænt umsóknarform, verklagsreglur vegna úthlutunar, byggðaáætlun 2022-2036, sem og upplýsingar um fyrri styrkveitingar.

Í umsókn skal meðal annars koma fram greinargóð lýsing á verkefninu, markmiðum þess og hvernig það styður við byggðaþróun.

Nánari upplýsingar veitir Sigríður K. Þorgrímsdóttir.
Netfang: sigga@byggdastofnun.is. Sími 455 5461 og 8697203.

Umsóknarfrestur er til miðnættis þriðjudaginn 1. nóvember 2022.