Fréttir eftir árum


Fréttir

Kort og yfirlit vegna sóttvarnarhólfa

16.8.2020

Byggingu HR hefur verið skipt niður í yfir 30 afmörkuð sóttvarnarhólf sem hvert er með sér inngang. 

Nemendur eru hvattir til að hlaða niður báðum skjölum og styðjast við þau til að komast leiðar sinnar. Ekki verður hægt að komast milli hólfa innanhúss.

Allar skólastofur á fyrstu hæðinni, sem eru með neyðarútganga út úr húsinu, eru sjálfstæð sóttvarnarhólf. Gengið er inn og út um neyðarútganga. 

Fyrir aðrar stofur þarf að nota aðra innganga, neyðarinnganga eða almenna innganga í samræmi við merkingar. Starfsfólk og öryggisverðir munu verða til taks fyrir utan HR fyrstu dagana til að leiðbeina nemendum.

Minnt er á að nemar mæta aðeins í hluta kennslustunda samkvæmt stundatöflu og þurfa því að skoða Canvas fyrir hvert námskeið til að fá nánari upplýsingar um hvenær þeir eigi að mæta.

Nánari upplýsingar er að finna í tölvupóstum og á Canvas.