Fréttir eftir árum


Fréttir

Covid-reglur í HR

23.9.2021

Covid-reglur í gildi hverju sinni er hægt að sjá hér:

Nýustu reglur eru í gildi til og með 20. október 2021, í samræmi við gildandi reglugerð um takmörkun á samkomum vegna farsóttar.

1. Virðum almenna eins metra fjarlægðarreglu og gætum að persónulegum sóttvörnum, m.a. með reglulegum handþvotti.

2. Í kennslustofum gildir eins metra fjarlægðarreglan ekki og þar má taka grímur niður þegar nemendur hafa sest.

3. Almenn grímuskylda er ekki í skólanum nema þar sem erfitt er að virða eins metra regluna. Það á t.d. við í lyftum, í Málinu, við innganga á háannatíma o.s.frv.

4. Þau sem finna fyrir einkennum Covid-19 og hafa ekki fengið staðfest með skimun að ekki sé um Covid-sýkingu að ræða, skulu halda sig heima, a.m.k. þar til neikvæð niðurstaða úr skimun liggur fyrir.

5. Ekki mega fleiri en 500 koma saman í hverju rými skólans.

6. Á sitjandi viðburðum sem utanaðkomandi aðilar sækja, er aðeins heimilt að víkja frá eins metra fjarlægðarreglu ef gestir nota andlitsgrímu og eru skráðir í sæti með nafni, kennitölu og símanúmeri. Til skráningar má nota QR-kóða sem tengdir eru við skráningarsíðu.

7. Mælt er með að nemendur og starfsfólk noti rakningarapp heilbrigðisyfirvalda.

8. Vegna faraldursins er nemendum og starfsfólki heimilt að sinna starfi eða námi að heiman, eftir atvikum í samráði við kennara eða næsta yfirmann.

9. Ef nemandi eða starfsmaður hefur verið erlendis má viðkomandi ekki koma í skólann fyrr en niðurstaða úr skimun er ljós.