Fréttir eftir árum


Fréttir

Dagur íslenskrar tungu í HR

19.11.2014

Málfríður Þórarinsdóttir

Frumgreinadeild HR bauð almenningi að njóta sérstakrar dagskrá í tilefni afmælisins og Dags íslenskrar tungu þann 14. nóvember sl. Til umræðu var meðal annars framtíð tungumálsins í stafrænum heimi.

Frumgreinadeild Háskólans í Reykjavík fagnar 50 ára afmæli í ár og var dagskráin liður í afmælishátíð deildarinnar. Málfríður Þórarinsdóttir, forstöðumaður frumgreinadeildar HR, flutti erindi sem hét „Horft um öxl“.

Hrafn Loftsson, dósent við tölvunarfræðideild HR, flutti erindið „Máltækni er mikilvæg“. Þar fór hann yfir eðli máltækni, tók dæmi um verkefni á því sviði, rakti sögu máltækni á Íslandi og sýndi dæmi um máltæknitól sem hafa verið þróuð fyrir íslensku.  Að lokum fjallaði Hrafn um mikilvægi stuðnings hins opinbera við rannsóknir í máltækni.

Auk þess var flutt tónlistaratriði og Sigurþór A. Heimisson, leikari og kennari í frumgreinadeild, flutti texta í tilefni dagsins.

Dagur íslenskrar tungu, 16. nóvember, er haldinn hátíðlegur ár hvert á fæðingardegi Jónasar Hallgrímssonar.

Frumgreinadeild býður upp á nám fyrir fólk úr atvinnulífinu sem þarf frekari undirbúning til áframhaldandi náms á háskólastigi og stúdenta sem þurfa að bæta við sig námi í stærðfræði og raungreinum. Deildin var stofnuð um leið og Tækniskóli Íslands árið 1964 og fagnar því 50 ára afmæli þetta árið.

Hrafn Loftsson

Hrafn Loftsson

Dagur íslenskrar tungu

Sigurþór A. Heimisson