Fréttir eftir árum


Forsíðufréttir

Diploma í hótel- og veitingarekstri // Helena Toddsdóttir: Víðtækur bransi sem býður upp á mörg spennandi tækifæri

23.5.2023

Helena Bjartmars Toddsdóttir


Helena Bjartmars Toddsdóttir er útskrifuð úr diplomanámi í hótel- og veitingarekstri hjá Opna háskólanum í HR í samstarfi við César Ritz Colleges í Sviss. Helena starfar nú sem vaktstjóri á hinum nýstofnaða veitingastað OTO og segir hún námið gagnast sér mikið í vinnunni.

Ég ákvað í mikilli skyndi að fara í þetta nám þrátt fyrir að vita lengi af því uppi í HR. Allir mínu nánustu höfðu heyrt mig tala um það og ég vissi vel að þetta nám heillaði mig. Ég hef brennandi áhuga á bransanum og öllu sem tengist honum, og var það sem fékk mig til að kýla á þetta, segir Helena.


Lærdómsríkt og gefandi nám

Diploma in Hospitality Management er tveggja anna hagnýtt og faglegt nám sem er samstarf Opna háskólans í HR og hins virta Cézar Ritz Colleges í Sviss.

Hvernig var námið og hvernig var að fara til Sviss?

Það var mjög lærdómsríkt að fá að ferðast til Sviss, enda getum við tekið þau til fyrirmyndar á ýmsum sviðum varðandi hótel- og veitingageirann. Ég tók diplómanámið á Íslandi en við vorum nokkur sem kíktum á skólann í Brig. Það var ótrúlega gaman og gefandi að fara út. Allir nemendurnir sem við hittum úti í skólanum Sviss voru vel til hafðir og almennilegir. Námið við HR var hreint út sagt ein af mínum bestu lífsreynslum. Það var sett upp á þann hátt að hver og einn nemandi fékk persónulega kennslu ásamt því að geta verið í nánum samskiptum við bekkjarfélaga sína. Lögð var áhersla á alls konar samvinnu sem gerði mér kleift að styrkja tengslanetið mitt, sem er án efa eitt það dýrmætasta sem maður getur tekið úr námi.


Helena Bjartmars Toddsdóttir

Helena segir námið við HR í hótel- og veitingarekstri hafa verið eina af hennar bestu lífsreynslum.


Framúrskarandi fólk í bransanum

Helena segist hafa öðlast mikla reynslu í gegnum bóklega námið og verkefnin en henni finnst HR þó hafa tekist sérstaklega vel til með verklegan hluta námsins.

Mig langar til að hrósa skólanum sérstaklega fyrir áherslu sína á að láta námið í samhengi við aðstæður á vinnumarkaði. Þar sem kennararnir okkar eru allt framúrskarandi fólk í bransanum, fengum við einnig innsýn í faglega þekkingu þeirra sem er afar dýrmætt. Kennararnir voru einnig góðir í að lífga upp á námið og skapa umræður innan bekkjarins um málefni tengd faginu. Umræðurnar tel ég ótrúlega mikilvægar og þá sérstaklega hvað varðar hótel- og veitingageirann. Þar sem hann er mjög fjölbreyttur og stór er eðlilegt að fólk innan bekkjarins hafi öðlast ólíka reynslu af honum.

En ef það er eitthvað sem ég hef lært í bransanum – og lífinu, er það að fjölbreytni er mikilvæg, og getur maður lært heilan helling á því að hlusta á sjónarmið og reynslu annarra. Þrátt fyrir að það væru örfáir hlutir sem mér fannst að hefði mátt bæta, eins og skipulagning á tímunum okkar eða ítarlegri kennslu á ákveðnum efnum, er það mjög lítið þegar horft er á stóra samhengið. Yfir heildina litið er ekki hægt að segja annað en að reynslan hafi verið gefandi í alla staði. Námið hefur gert mér kleift að undirbúa mig með þeirri færni og þekkingu sem þarf til að ná árangri í Hospitality Management.


8_Helena-Toddsdottir

Helena er með mikla reynslu úr veitingageiranum en fyrsta starf hennar var þegar hún byrjaði að þjóna í Friðheimum aðeins 16 ára gömul.


Byrjaði að þjóna 16 ára gömul

Hefurðu mikinn áhuga á hótel og veitingageiranum?

Já, ég hef mikinn áhuga á öllu tengdu hótel- og veitingageiranum. Ég byrjaði að vinna við það að þjóna 16 ára gömul í Friðheimum. Það var skemmtileg reynsla að búa í sveitinni og á svona skemmtilegum stað. Fór síðan að vinna á Apótekinu samfellt með menntaskóla sem var ótrúlega dýrmæt reynsla fyrir mig og þróaði jafnframt áhugann enn meir. Hafandi verið í geiranum í svona langan tíma segir ýmislegt um hvar áhugasvið mitt liggur. F&B (food and beverage) Management er í miklu uppáhaldi hjá mér, kannski því ég hef mestu reynslu í því. Þetta er víðtækur bransi sem býður upp á margvísleg spennandi starfstækifæri. Maður veit samt aldrei hvað framtíðin ber í skauti sér. Ég veit að með náminu gæti ég tekið að mér verkefni á hinum ýmsu sviðum, til að mynda í hótel- og veitingabransanum, viðburðarstjórnun eða ferðaþjónustu. Námið er víðtækt og bindur þig alls ekki við eitt starfsvið.

Í minni persónulegu reynslu þá gaf námið mér nauðsynlega leiðsögn til að átta mig betur á hverju ég hallast meira að. Það ætti ekki að fara fram hjá neinum að ég hafi brennandi áhuga á geiranum, og þeir sem þekkja mig best vita að ég legg mikinn metnað í allt sem ég tek mér fyrir hendur – og þá sérstaklega ef ég áhuga á því. En í grófum dráttum tel ég lokaorð mín í útskriftarræðunni minni, sem ég krafðist að halda, segja allt sem segja þarf: „Let us carry the lessons we have learned in our hearts. Let's remember that hospitality management is not just a career but a way of life.“


1_Helena-Toddsdottir_1684920953215

Helena telur námið hafa hjálpað sér í nýja starfinu og segist viss um að það mun nýtast henni til framtíðar.


Krefjandi en skemmtilegt að opna nýjan veitingastað

Helena starfar nú sem vaktstjóri á hinum nýstofnaða veitingastað OTO á Hverfisgötu.

Ég fékk þann heiður að vera með í opnunarteyminu á OTO, nýjum veitingastað niðri í bæ sem Sigurður Laufdal kokkur á og rekur. Staðurinn er ítalskur og japanskur sem að mínu mati er bara „Best of both worlds“. Það er búið að vera mjög krefjandi en skemmtilegt verkefni að opna nýjan veitingastað en allt sem ég hafði lært í náminu kom sér vel. Ég kynntist svo mörgu flottu fólki í náminu en þar má nefna Andreu Ylfu, sem gegnir stöðu veitingastjóra OTO og Gyðu Dröfn. Þær hafa reynst mér vel og hlakka ég mikið til áframhaldandi samstarfs með þeim. Ég var ráðin strax í vinnu og hafðist handa við að smíða vínseðil og græja og gera ýmislegt með þeim aðferðum sem ég hafði lært og tekið til mín í náminu.

Finnst þér námið hjálpa þér í þínu starfi?

Námið hefur klárlega hjálpað mér bæði í nýja starfinu og ég veit að það mun nýtast mér til framtíðar, eins og ég kom inn á áðan. Það er gaman að segja frá því að mér líður hálfpartinn eins og ég sé enn í skólanum vegna þess að þau öll verkefni sem ég hef tekið að mér hingað til eru krefjandi en jafnframt ótrúlega skemmtileg, eins og námið. Einnig held ég góðum tengslum við fyrrum bekkjarfélaga mína, svo umhverfið hvað það varðar hefur ekki tekið of miklum breytingum. Ég er spennt fyrir því sem bíður mín og veit að námið mun nýtast mér áfram um ókomna tíð.

Opinn kynningarfundur verður haldinn á diplomanámi í hótel- og veitingarekstri í Háskólanum í Reykjavík næstkomandi fimmtudag 25. maí frá kl. 16-17 í stofu M220. Öll velkomin.


Helena Bjartmars Toddsdóttir

Helena fór út til Sviss til að skoða skólann í Brig og segir Svisslendinga vera til fyrirmyndar á ýmsum sviðum í hótel- og veitingageiranum.


/////

Helena Bjartmars Toddsdóttir is a graduate from the Diploma in Hospitality Management at Reykjavik University and César Ritz Colleges in Switzerland. Helena now works as a shift manager at the newly established restaurant OTO in Reykjavik , and says that her studies have proved very useful in her job.

I quickly decided to go to this program despite knowing about it for a long time in RU. Everyone close to me had heard me talk about it and I knew very well that this study fascinated me. I'm passionate about the business and everything related to it, and that's what made me take the plunge.

The Diploma in Hospitality Management is a two-semester practical and professional program that is a collaboration between RU‘s Open University and the prestigious Cézar Ritz Colleges in Switzerland.

How was the program and what was it like to go to Switzerland?

It was very educational to be able to go to Switzerland, as we can take them as an example in various areas in the hotel and restaurant business. I took the diploma program in Iceland, but there were a few of us who visited the school in Brig. It was incredibly fun and rewarding to go out there. All the students we met outside the school in Switzerland were well behaved and decent. The program at RU was quite frankly one of my best life experiences. It was set up in such a way that each student received personal instruction as well as being able to interact closely with their classmates. There was an emphasis on all kinds of collaboration which allowed me to strengthen my network, which is undoubtedly one of the most valuable things you can take away from studying.

Reykjavik University will host an open day about the Diploma in Hospitality Management this coming Thursday, May 25th between 4 and 5 PM in classroom M220.