Rannsakaði starfshætti endurskoðenda og banka eftir hrun
Markús Ingólfur Eiríksson varði þann 1. september sl. doktorsritgerð sína við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík. Ritgerð Markúsar heitir Auditing and Corporate Governance Under Conditions of Financial Stress.
Rannsókn hans fjallaði um starfshætti endurskoðenda og banka eftir hrun. Niðurstöður sýna meðal annars að hrunið breytti miklu varðandi samskipti endurskoðenda við viðskiptavini og að nýju bankarnir gerbreyttu sínum stjórnarháttum til betri vegar. Eftir hrun hafi nýju bankarnir gjörbreytt áhættustýringarkerfunum. Kaupaukakerfi hafi einnig tekið miklum stakkaskiptum en þeim hefur verið settar miklar skorður með reglugerðarbreytingum eftir hrun.
Í doktorsnefnd voru dr. Iris Stuart, prófessor við Norwegian School of Economics, dr. Þröstur Olaf Sigurjónsson, dósent við viðskiptadeild HR og dr. Joseph V. Carcello, prófessor við University of Tennessee.