Fréttir eftir árum


Fréttir

Dr. Juliet Newson nýr forstöðumaður Íslenska orkuháskólans við HR

9.12.2016

Dr. Juliet Newson hefur verið ráðin forstöðumaður Íslenska orkuháskólans (Iceland School of Energy) við Háskólann í Reykjavík.

Juliet er verkfræðingur að mennt og kemur frá Nýja-Sjálandi þar sem hún hefur starfað við líkanasmíði á forða jarðhitakerfa við Contact Energy Ltd, í nánu samstarfi við vísindamenn við University of Auckland.

 
Fyrir árið 2011 starfaði Juliet við University of Auckland og sá um fjölda námskeiða og námsbrauta á sviði jarðhitatækni. Hún hefur einnig unnið við önnur fjölbreytt verkefni tengd virkjun jarðhita, svo sem jarðfræði, jarðhitatengdri yfirborðskönnun, líkanagerð og eftirlit, forðafræði og örvun borholna, jarðeðlisfræðilega líkanagerð og auðlindamat. 

Juliet Newson stendur á gangi í HR og horfir í myndavélina Juliet hefur um langt skeið verið stjórnarmaður hjá Alþjóða jarðhitasambandinu (International Geothermal Association) og var formaður menntanefndar þeirra frá árinu 2010 til 2013, þegar hún tók við stöðu formanns samtakanna sem hún gegndi til 2016. Á þessum tíma fékk hún mikinn áhuga á alþjóðlegum orkuskiptum og mikilvægi endurmenntunar í vinnu að því markmiði.

Vefur Iceland School of Energy