Fréttir eftir árum


Fréttir

Drónar, öpp og öryggisbúnaður sem skynjar bílveltu

17.5.2016

Þeir hópar sem fengu viðurkenningar standa í tröppunum í Sólinni

Námskeiðinu Nýsköpun og stofnun fyrirtækja lauk síðastliðinn föstudag. Við athöfn í Sólinni var fjórum hópum veittar viðurkenningar fyrir hugmyndir sínar en þær eru afrakstur námskeiðsins sem stendur yfir í þrjár vikur. Þar þróa nemendur á fyrsta ári í námi í öllum fjórum akademískum deildum HR eigin viðskiptahugmynd og gera viðskiptaáætlun. 

Hóparnir kynna verkefnið reglulega með svokölluðum lyftukynningum þar sem ein mínúta gefst til að þess að „selja“ hugmyndina hugsanlegum fjárfestum. Einnig gera teymin frumeintak af nýju vörunni til að fá enn meiri reynslu af því að gera hugmynd að veruleika. Nemendur þurfa ennfremur að sýna fram á að hugmyndin skili hagnaði.

Þessi verkefni fengu viðurkenningar: 

Quicksaver

Búnaður sem skynjar veltur og högg á bíl og sendir neyðarboð til neyðarlínunnar ef bíll lendir í árekstri eða veltu. 

Eftirhyggjubókin

App til að fylgjast með einkennum og líðan sjúklinga og auðvelda samskipti milli lækna og sjúklinga. 

Sonar Drone

Drónar sem leita að nákvæmri staðsetningu fiskimiða og spara þannig útgerðum tíma og kostnað. 

DontDrive&Die

App sem ætlað er að draga úr snjallsímanotkun við akstur með því að læsa símanum þegar ferðast er á meira en 10 km/klst hraða. Hópurinn hlaut verðlaun fyrir hugmynd sem stuðlar að aukinni samfélagslegri ábyrgð.