Fréttir eftir árum


Fréttir

Einföld leið til að auka hæfni og þekkingu

Stafrænt þróunarverkefni í Opna háskólanum

19.11.2020

Opni háskólinn í Háskólanum í Reykjavík vinnur nú að stafrænu þróunarverkefni með það að markmiði að starfsfólk fyrirtækja geti sótt sér fræðslu og aukið hæfni sína á einfaldan hátt. 

„Þessi þróun snýst um að útbúa stafrænt fræðsluefni fyrir fyrirtæki, bæði almenn námskeið og sérhæfðari. Þannig geta starfsmenn sótt sér þekkingu og aukið hæfni sína á þeim tíma sem þeim hentar og fyrirtæki fylgst með starfsþróun og séð til þess að starfsfólk fái þá fræðslu sem það þarf. Við fundum eftir samtal við fyrirtæki að það væri vöntun á fræðsluefni á stafrænu formi og því brugðumst við hratt við,“ segir Ásdís Erla Jónsdóttir, forstöðumaður Opna háskólans. 

Starfraent-ohAð sögn Ásdísar hefur það verið afar mikið lærdómsferli að ganga í gegnum þessar stafrænu breytingar. „Við erum alltaf að læra eitthvað nýtt og þróa vörurnar okkar. Við hentum okkur út í djúpu laugina og prófuðum okkur áfram. Við þurftum að vinna hratt en á sama tíma þurfa gæði efnsins að vera góð. Við erum búin að búa til lítið studío í í Opna háskólanum þar sem við tökum upp myndbönd á síma og vinnum svo efnið í forritinu Articulate/Rise. Þetta er frábært forrit sem kennslusviðið hér í HR benti okkur á og hentar frábærlega í þessa vinnu. Svo hafa kennarar úr HR tekið ótrúlega vel í að vinna þetta með okkur og sjá mikil tækifæri í þessari þróun.“

Opni háskólinn í Háskólanum í Reykjavík vinnur nú að stafrænu þróunarverkefniEf fyrirtæki hafa áhuga á að vinna að sérhæfðri lausn fyrir starfsmenn sína má gjarnan hafa samband við Ásdísi asdisj@ru.is  

Hér má sjá öll námskeið og námslínur sem Opni háskólinn býður upp á: https://oh.ru.is/