Fréttir eftir árum


Fréttir

Eiríkur Elís Þorláksson nýr forseti lagadeildar

11.9.2019

Eiríkur Elís Þorláksson hefur verið ráðinn forseti lagadeildar Háskólans í Reykjavík

Eiríkur lauk fullnaðarprófi í lögfræði árið 2001 og meistaranámi frá King´s College í London árið 2008. Eiríkur Elís hefur starfað hjá HR síðan 2012, fyrst sem lektor og sem dósent frá árinu 2017.

Hann hefur kennt bæði í grunn- og meistaranámi, einkum greinar á sviði réttarfars og fjármunaréttar. Ennfremur hefur hann sinnt rannsóknum á þeim sviðum og nýverið kom út bók eftir hann um alþjóðlegan einkamálarétt. Þá hefur Eiríkur Elís setið í nefndum og stjórnum innan og utan háskólans. Hann hefur gegnt starfi deildarforseta tímabundið frá 1. mars síðastliðnum.

Eirikur-Elis-lagadeild2019