Fréttir eftir árum


Fréttir

Ekkert staðarnám til páska

Staðarnám í háskólum verður óheimilt fram til 1. apríl.

24.3.2021

Á blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar fyrr í dag kom fram að staðarnám í háskólum verður óheimilt fram til 1. apríl. Enn fremur tekur gildi 10 manna samkomutakmörkun. Þetta hefur veruleg áhrif á kennslu og aðgengi að aðstöðu í HR næstu fimm virku daga, fram að páskafríi.

Unnið verður að útfærslu á fyrirkomulagi kennslu þessa daga eins hratt og hægt er, en ljóst er að nemendur geta ekki mætt í kennslu í húsnæði HR fyrr en í fyrsta lagi eftir páskafrí.

Aðgengi að húsnæði HR verður óhjákvæmilega takmarkað á þessum tíma. Ekki verður hægt að veita aðgengi að vinnu- og lesaðstöðu á morgun, fimmtudag, en skoðað verður hvort hægt verði að veita einhvern aðgang innan þessara takmarkana. Nánari upplýsingar um það verða veittar eins fljótt og auðið er.