Fréttir eftir árum


Fréttir

Fengu viðurkenningar fyrir góðan námsárangur

26.2.2016

Forsetalistaathöfn HR var haldin í gær, fimmtudag. Við athöfnina, sem haldin er tvisvar á ári, eru nemendur verðlaunaðir fyrir framúrskarandi árangur í námi og hljóta þar með styrki sem nema niðurfellingu skólagjalda næstu annar.

Ari Kristinn Jónsson, rektor HR, greindi frá nýnemastyrkjum og afhenti viðurkenningar. Styrkinn hljóta nemendur sem náðu góðum árangri á stúdentsprófi.

Því næst afhentu deildarforsetar nemendum á forsetalista viðurkenningarskjöl. Þetta eru þeir nemendur sem ná hvað bestum árangri á hverju próftímabili, sem er yfirleitt ein önn. Að því loknu fengu nemendur í frumgreinadeild viðurkenningar fyrir góðan námsárangur.

Hildur Egilsdóttir, BSc-nemi í hátækniverkfræði, hélt ávarp nemenda.

LD

Nemendur á forsetalista í lagadeild með forseta deildarinnar, Ragnhildi Helgadóttur.

VDNemendur á forsetalista í viðskiptadeild, ásamt Þórönnu Jónsdóttur, deildarforseta. 

TDNemendur á forsetalista tölvunarfræðideildar ásamt deildarforseta Yngva Björnssyni.

TVDNemendur á forsetalista tækni- og verkfræðideildar ásamt forseta deildarinnar, Guðrúnu A. Sævarsdóttur.

FrumgreinadeildNemendur úr frumgreinadeild með viðurkenningar sínar, ásamt forstöðumanni námsins, Málfríði Þórarinsdóttur.

HildurHildur Egilsdóttir flutti ávarp nemenda.