Fréttir eftir árum


Fréttir

Fjölbreytt sumarnámskeið í boði

18.5.2021

Háskólinn í Reykjavík býður upp á fjölbreytt sumarnámskeið fyrir háskólanema og almenning. Námskeiðin eru liður í aðgerðum stjórnvalda til að bregðast við Covid faraldrinum. Í boði eru námskeið fyrir núverandi nemendur háskólans, undirbúningsnámskeið fyrir þau sem hefja nám í haust og þau sem vilja styrkja stöðu sína á vinnumarkaði. Hluti námskeiðanna veitir ECTS einingar. Opni háskólinn býður jafnframt upp á úrval sumarnámskeiða.

Á vefsíðunni hr.is/sumarnamskeid er hægt að skoða framboð námskeiða. Flest námskeiðin hefjast í júní og nokkur strax í þessari viku. Nemendur HR geta skráð sig á einstök námskeið með því að senda tölvupóst á nemendaskra@ru.is.

Aðeins þarf að greiða 3.000 króna staðfestingargjald fyrir hvert námskeið. Lánasjóður íslenskra námsmanna veitir námslán fyrir námskeið sem gefa einingar.