Fréttir eftir árum


Fréttir

Fjöldi gesta heimsótti HR á Háskóladaginn

6.3.2019

Opnir tímar í grunnnámi

Áhugasamir framtíðarnemendur fylltu stofur í opnum tímum í grunnnámi við Háskólann í Reykjavík á Háskóladaginn sem var haldinn í HR, og fleiri háskólum, síðastliðinn laugardag. Á Háskóladaginn kynna allir háskólar landsins námsframboð sitt í húsakynnum HR, HÍ og LHÍ.

Auk þess að sækja opna tíma gátu gestir spjallað við nemendur HR og kennara um einstaka námbrautir. Starfsfólk og nemendur sýndu jafnframt áhugaverð nemendaverkefni og rannsóknir.

Kennari stendur fyrir framan þéttsetna skólastofu í HRKennari sýnir eðlisfræðiverkefniHáskóladagur um allt land

Á næstu vikum gefst háskólanemum framtíðarinnar sem búa utan höfuðborgarsvæðisins tækifæri til að spjalla við nemendur og starfsfólk HR þegar Háskóladagurinn fer í ferð um landið.

Opið fyrir umsóknir

Hægt er að sækja um skólavist í Háskólanum í Reykjavík til 5. júní (fyrir BA- og BSc-nám) og til 30. apríl fyrir meistaranám. Opið er fyrir umsóknir í Háskólagrunn HR til 15. júní.