Fréttir eftir árum


Forsíðufréttir

Fjöldi gesta sótti HR heim á Háskóladaginn

6.3.2017

Hinn árlegi Háskóladagur var haldinn síðasta laugardag hér í Reykjavík í húsnæði Háskólans í Reykjavík, Háskóla Íslands og Listaháskóla Íslands. Fjöldi gesta sótti HR heim á Háskóladaginn og kynnti sér námsframboð og skoðaði ýmis verkefni nemenda. Á Háskóladeginum geta framhaldsskólanemar og almenningur spjallað við nemendur og kennara um það háskólanám sem stendur til boða.

Gestir Háskóladagsins spjalla við nemandaÁ Háskóladeginum gefa nemendur upplýsingar og ráð til væntanlegra háskólanema
Nýjung í dagskrá Háskólans í Reykjavík þetta árið voru opnir tímar í grunnnámi, þar sem áhugasamir gátu prófað að sitja í kennslustund í því fagi sem mestan áhuga vekur. Auk þess voru haldnar sérstakar kynningar á námsbrautum í meistaranámi við allar deildir.

Fyrir yngstu kynslóðina var Skema með opið hús þar sem börn, unglingar og fullorðnir litu við og gátu spreytt sig við að byggja Háskólann í Reykjavík í Minecraft. Farið var í skoðunarferðir um rannsóknastofur í kjallara og húsnæðið allt.

Á næstu tveimur vikum fer Háskóladagurinn út um allt land. Dagskrána má sjá hér:

  • 7. mars kl. 13:00 - 15:00 í Fjölbrautaskóla Suðurnesja
  • 9. mars kl. 11:00 - 13:00 í Menntaskólanum á Ísafirði
  • 10. mars kl. 10:00 - 12:00 í Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi
  • 15. mars kl. 11:00 - 13:00 í Menntaskólanum á Egilsstöðum
  • 16. mars kl. 9:30 - 11:00 í Menntaskólanum á Akureyri og  kl. 12:30 - 14:00 í Verkmenntaskólanum á Akureyri
  • 20. mars kl. 10:00 - 12:00 í Fjölbrautaskóla Vestmannaeyja  
  • 29. mars kl. 10:10 - 12:00 í Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi