Fréttir eftir árum


Fréttir

Fjölgun prófatímabila

Úrræði fyrir nemendur

3.11.2020

Í ljósi þess mikla álags sem skapast hefur vegna áhrifa Covid á skólastarf og daglegt líf, hefur verið ákveðið að létta undir með nemendum með auknu svigrúmi í prófatöku fyrir haustönn 2020. 

Úrræðin eru eftirfarandi:

  1. Bætt verður við þriðja námsmatstímabilinu í maí/júní 2021. Nemendur geta því tekið lokapróf í námskeiðum haustannar 2020 á þremur tímabilum: Í nóvember/desember 2020, í janúar 2021 og í maí/júní 2021.
  2. Próftökugjöld verða felld niður og því geta nemendur tekið próf í janúar og/eða maí/júní 2021, án viðbótarkostnaðar.
  3. Nemendum er heimilt að endurtaka próf ef þeir falla eða vilja gera betur. Nemendur geta því tekið próf í hverju námskeiði allt að þrisvar sinnum. Einkunn úr síðasta prófi sem nemandi mætir í gildir sem einkunn í lokaprófi námskeiðs.

Þessi leið veitir nemendum fleiri valkosti og betri niðurstöðu til lengri tíma litið en aðrir kostir sem hafa verið skoðaðir. Vonast er til þess að þessi leið nýtist þeim sem þurfa aukinn sveigjanleika, hvort sem það er til að hafa möguleika á endurtekt án kostnaðar eða til að dreifa lokaprófum yfir lengra tímabil.

Til viðbótar við ofangreint, þá eru þeir nemendur sem hafa lent í veikindum, umönnun vegna veikinda eða öðrum áföllum vegna Covid, hvattir til að leita til námsráðgjafa. Þetta er sérstaklega brýnt ef nemendur telja sig ekki geta lokið námskeiðum vegna slíkra aðstæðna.

Uppfært 18. nóvember:

9. desember er síðasti dagur skráningar á námsmatstímabil 2 vegna 12 vikna námskeiða og 17. desember vegna 15 og 3 vikna námskeiða. 

Nákvæm dagsetning námsmatstímabils 3 liggur ekki fyrir, né hvenær lokað verður fyrir skráningu á það.

Nemendur þurfa að ljúka prófum á námsmatstímabili 1 eða 2 til þess að geta komist á forsetalista.