Fréttir eftir árum


Fréttir

Fjölmenni í HR á Háskóladeginum 2018

5.3.2018

Hinn árlegi Háskóladagur var haldinn í Háskólanum í Reykjavík síðasta laugardag, þann 3. mars.

Í ár var setningarathöfn Háskóladagsins haldin í HR. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, hélt ávarp og setti Háskóladaginn að viðstöddum rektorum allra háskólanna. Að því loknu spilaði Vélabandið nokkur vel valin lög en í því eru nemendur og kennarar við tækni- og verkfræðideild Háskólans í Reykjavík.

Hópur fólks stendur í Sólinni og hlustar á tónlistaratriðiRektorar háskólanna ásamt ráðherra.

Að setningarathöfn lokinni tók við hefðbundin dagskrá Háskóladagsins. Í henni felst að áhugasamir geta talað við nemendur HR og kennara um einstaka námbrautir og lífið í HR. Gestir geta prófað opna tíma í grunnnámi og voru þeir vel sóttir í ár. Sú nýbreytni var í dagskránni í ár að náms- og starfsráðgjafar héldu örfyrirlestra um árangur í háskólanámi og hvernig velja skuli háskólanám við hæfi. Nemandi við lagadeild hélt stuttan fyrirlestur um upplifun sína af því hvað nemendur fá fyrir skólagjöldin í HR.

Haskolad-HR-149Gestir Háskóladagsins voru á öllum aldri. Eðlisfræðitilraunirnar sem sýndar voru á 2. hæðinni í Sólinni vöktu mikla lukku.

Við þökkum gestum Háskóladagsins fyrir komuna á laugardaginn en viðburðurinn var afar vel sóttur og stemningin góð. Á næstu vikum gefst háskólanemum framtíðarinnar sem búa utan höfuðborgarsvæðisins tækifæri til að spjalla við nemendur og starfsfólk HR þegar Háskóladagurinn fer í ferð um landið. Dagskráin er á þessa leið:

  • 5. mars kl. 10:00 - 12:00 Fjölbrautaskóli Vesturlands 
  • 6. mars kl. 12:30 - 14:00 Fjölbrautaskóli Suðurnesja
  • 7. mars kl. 10:10 - 11:25 Fjölbrautaskóli Suðurlands
  • 8. mars kl. 11:00 - 12:30  Menntaskóli Ísafjarðar
  • 12. mars kl. 10:00 - 11:30 Framhaldsskólinn í Austur- Skaftafellssýslu
  • 13. mars kl. 11:00 - 12:30 Menntaskólinn á Egilsstöðum
  • 14. mars kl. 9:30 - 11:00 Menntaskólinn á Akureyri og  kl. 12:30 - 14:00 í Verkmenntaskólinn á Akureyri
  • 15. mars kl. 10:25 - 11:25 Fjölbrautarskóli Norðurlands Vestra


Myndir frá Háskóladeginum í HR má sjá á Facebook-síðu háskólans