Fréttir eftir árum


Fréttir

Fjölmennur fundur með forsetaframbjóðendum

26.5.2016

Lögrétta, félag laganema við Háskólann í Reykjavík, hélt í hádeginu í dag fund með frambjóðendum til embættis forseta Íslands. Efni fundarins var stjórnarskráin. Frambjóðendurnir fengu spurningar tengdar stjórnarskránni sendar fyrirfram og höfðu nokkrar mínútur hver til að kynna sig og svara þeim. 

Fundurinn var afar vel sóttur enda opinn almenningi. Allir frambjóðendur mættu að Guðrúnu Margréti Pálsdóttur undanskilinni sem var stödd erlendis. Hildur Þórðardóttir mætti í lok fundar þar sem hún hafði komið með flugi sem seinkaði og gat því aðeins tekið þátt í takmarkaðan tíma. 


Fundur_med_forsetaframbjodendumElísabet Jökulsdóttir í ræðustóli.

Frambjóðendur skiptust á að ræða stjórnarskrána og svara spurningum úr sal að kynningum loknum. Ragnhildur Helgadóttir, forseti lagadeildar HR, var fundarstjóri. Nokkrir frambjóðendanna nefndu þjóðfundinn í kjölfar efnahagshrunsins sem fyrirmynd sem líta skuli til varðandi þróun stjórnarskrár og fleiri mála á meðan aðrir vildu ekki gjörbreyta stjórnarskránni. 

Sjá úttekt mbl.is á fundinum í dag