Lið Flensborgar og Tækniskólans sigursæl í Forritunarkeppni framhaldsskólanna
Forritunarkeppni framhaldsskólanna var haldin síðustu helgi í Háskólanum í Reykjavík. Þetta árið var keppnin haldin samtímis á Akureyri. Keppnin hefur verið haldin á vegum tölvunarfræðideildar HR frá árinu 2009.
Það voru 48 lið sem kepptu í ár og þar af kepptu fjögur lið á Akureyri. 120 keppendur voru skráðir til leiks. Á föstudagseftirmiðdegi var tekið á móti keppendum í HR og HA. Forseti tölvunarfræðideildar, dr. Yngvi Björnsson, hélt stutt ávarp og lið fengu afhenta boli, sem voru merktir nafni liðsins, og önnur keppnisgögn. Að lokum prófuðu keppendur kerfin og stilltu upp svo að allt væri tilbúið morguninn eftir. Á laugardeginum sátu liðin svo við og leystu dæmi þangað til um kl. 16 þegar verðlaunaafhendingin fór fram. HR bauð keppendum upp á morgunmat og hádegismat.
Lið völdu sér deild eftir erfiðleikastigi, Beta-deild eða Delta-deild. Sú fyrri var fyrir nemendur sem eru lengra komnir og treystu sér til að leysa krefjandi verkefni. Sú síðarnefnda var fyrir byrjendur í forritun sem höfðu áhuga á að öðlast reynslu.
Úrslit
Beta-deild
1. sæti: Augu og byssa - Tækniskólinn
Sigurlið Tækniskólans tekur við verðlaunum úr hendi Yngva Björnssonar, forseta tölvunarfræðideildar.
2. sæti: $ sudo apt-get best_team_name_award - Menntaskólinn á Akureyri
3. sæti: Friðrik Njálsson - Tækniskólinn
Delta-deild
1. sæti: Brogrammers - Flensborg
Sigurlið Flensborgarskóla ásamt Yngva Björnssyni, forseta tölvunarfræðideildar.
2. sæti: Enigma, my nigga - Menntaskólinn í Reykjavík
3. sæti: Peppers without borders - Fjölbrautaskólinn í Breiðholti
Nafnakeppnin
Enigma, my nigga - Menntaskólinn í Reykjavík
Stigatöflur
- Stigatafla fyrir Delta https://iceland-delta17.kattis.com/standings
- Stigatafla fyrir Beta https://iceland-beta17.kattis.com/standings
Viltu spreyta þig?
Hægt er að sjá dæmi frá fyrri keppnum á vefsíðu Forritunarkeppni framhaldsskólanna
Fleiri myndir frá keppninni eru á Facebook-síðu keppninnar