Fréttir eftir árum


Fréttir

Forsetalistaathöfn Háskólans í Reykjavík

Nemendur verðlaunaðir fyrir framúrskarandi árangur í námi

1.3.2022

Forsetalistathöfn fór fram nýverið en nemendur á forsetalista eru verðlaunaðir fyrir framúrskarandi árangur í námi og hljóta þar með styrki sem nema niðurfellingu skólagjalda næstu annar.

 

Forsetalistinn-2021

Nemendur á Forsetalista 2021 og nemendur Háskólagrunns er hlutu námsstyrk ásamt Dr. Ragnhildi Helgadóttur rektor Háskólans í Reykjavík.

Alls var 64 nemendum HR veitt viðurkenning fyrir framúrskarandi árangur í námi á síðustu önn. Ragnhildur Helgadóttir rektor HR hélt ávarp og sömuleiðis Birna Hlín Káradóttir, yfirlögfræðingur Arion banka en bankinn er aðalbakhjarl forsetalista HR. Gísli Hjálmtýsson, sviðsforseti tæknisviðs sagði nokkur orð og deildarforsetar afhentu nemendunum viðurkenningarskjöl. Nemendur Háskólagrunns tóku einnig við námsstyrk fyrir framúrskarandi námsárangur. Ágústa Björk Bergsveinsdóttir hélt erindi fyrir hönd nemenda.

Forsetalista haustannar 2021 má sjá hér.

Fleiri myndir frá athöfninni má sjá á Facebook síðu HR .

Arion banki er bakhjarl forsetalista HR.