Fréttir eftir árum


Fréttir

Skrifuðu um verkefnastjórnun og ákvörðunarlíkön

6.11.2017

Þeir dr. Jónas Þór Snæbjörnsson, prófessor og dr. Þórður Víkingur Friðgeirsson, lektor, hafa fyrir hönd tækni- og verkfræðideildar HR, tekið þátt í ERASMUS+ verkefni sem hafði það að markmiði að semja sex handbækur um stjórnun við mannvirkjagerð.

Skrifuðu um verkefnastjórnun um ákvörðunarlíkön

Bækurnar eru hluti af ritröð sem sérstaklega er ætluð til stuðnings og endurmenntunar verkfræðimenntaðra stjórnenda sem starfa við byggingaiðnað, hönnun, skipulagsmál og fleira sem tengist mannvirkjagerð. Jónas Þór og Þórður Víkingur skrifuðu meðal annars kafla í bækur sem fjalla um upplýsingalíkön mannvirkja, hið svonefnda BIM-kerfi, um Agile verkefnastjórnun, sviðsmyndagreiningar og ákvörðunarlíkön.

Nokkrar bækur standa á borðiSamtals telur ritröðin nú 25 bækur. Þær fjalla um ýmis áhugaverð byggingatæknileg atriði og nýjustu strauma við skipulagningu verkefna og stjórnun fólks og aðfanga, en einnig um þennan mikilvæga iðnað í þjóðfélagslegu samhengi.

Verkefninu lauk forrmlega með ráðstefnu í Varsjá dagana 26.-27 október þar sem kynntar voru sex nýjar handbækur þremur tungumálum, pólsku, þýsku og ensku, auk úrdráttar á íslensku.

Fulltrúar háskólasamfélagsins og iðnaðarins komu saman

Verkefnið kallast CLOEMC (Common Learning Outcome for European Managers in Construction) og er það fjórða í röðinni af sambærileg um verkefnum sem styrkt hafa verið af Leonardo og Erasmus+  áætlunum Evrópusambandsins.

Hópur fólks stillir sér upp fyrir framan myndavélina Auk HR tóku þátt í verkefninu aðilar frá Technische Universität Darmstadt (Þýkaland), Chartered Institute of Building (Stóra Bretland), Association of European Building Surveyors and Construction Experts (Belgía/Stóra Bretland), verktakafyrirtækinu AWBUD S.A. (Pólland), og Polish Association of Building Managers (Pólland). Verkefnið var leitt af Warsaw University of Technology (Pólland).

Verkefnið var styrkt fjárhagslega af ERASMUS+ menntaáætlun ESB um 23 milljónir króna og verður aðgengilegt sem handbækur og einnig í rafrænni útgáfu á vefsíðu verkefnisins.

Jonas_Thor_Snaebjornsson

Jónas Þór Snæbjörnsson

Þórður Víkingur Friðgeirsson