Fréttir eftir árum


Fréttir

Framandi réttir, fræðsla og fjör í Sólinni

10.9.2015

AlþjóðadagurAlþjóðadagur var haldinn í HR í dag, fimmtudag. Viðburðurinn er haldinn reglulega til að sýna alþjóðastarf háskólans og koma á framfæri þeim tækifærum sem nemendum standa til boða til að öðlast alþjóðlega reynslu. 

Íslenskir nemendur sem farið hafa í skiptinám voru til viðtals og erlendir skiptinemar við HR buðu gestum upp á mat frá heimalandinu og gáfu upplýsingar um sína heimaskóla. Sendiráð kynntu starfsemi sína ásamt ýmsum samtökum og stofnunum. Dansinn dunaði svo í Sólinni þegar Háskóladansinn mætti á svæðið og nemendur tóku nokkur dansspor.

Vefur skrifstofu alþjóðaskipta

Alþjóðadagur í HR