Fréttir eftir árum


Forsíðufréttir

Framhaldsskólanemar fengu það verkefni að reka súkkulaðiverksmiðju

16.3.2017

Vinningsliðið í stjórnunarkeppni viðskiptadeildar stilla sér upp ásamt deildarfosetaViðskiptadeild Háskólans í Reykjavík stóð fyrir keppni í stjórnun milli framhaldsskólanema laugardaginn 11. mars síðastliðinn. Þetta er í fyrsta sinn sem keppnin er haldin. Í henni er hermt eftir samkeppnisumhverfi og keppendur þurfa að finna lausnir á margvíslegum vandamálum og hugsa út fyrir boxið til að ná árangri. Jafnframt er keppnin hugsuð sem skemmtileg leið til að hvetja ungt fólk til að gefa stjórnun gaum sem áhugaverðu viðfangsefni.

Keppnin fólst í því að reka súkkulaðiverksmiðju yfir fimm ára tímabil og þurftu keppendur að sjá um framleiðslu og markaðssetningu á súkkulaði. Keppt var um að framleiða nóg og á sama tíma ná stærri markaðshlutdeild en samkeppnisaðilarnir. Keppni viðskiptadeildar HR í stjórnun byggir á vinsælli alþjóðlegri fyrirmynd sem nefnist Edumundo.

Það var lið frá Tækniskólanum sem sigraði í keppninni. Vinningsliðið skipuðu: Hálfdán Hörður Pálsson, Huginn Þór Jóhannsson og Sigurjón Ármann Björnsson. Lið frá Fjölbrautaskóla Suðurnesja varð í öðru sæti og lið Kvennaskólans í Reykjavík í því þriðja. Vinningar voru veittir fyrir efstu þrjú sætin og voru vinningarnir frá Menntasjóði Viðskiptaráðs Íslands, Flugfélagi Íslands og Reykjavík Escape.

Á myndinni eru sigurvegararnir ásamt Páli Melsted Ríkharðssyni, forseta viðskiptadeildar HR.