Fréttir eftir árum


Fréttir

Framhaldsskólanemar háðu keppni í forritun að heiman

24.3.2020

Hátt í 100 keppendur í 36 liðum tóku þátt í Forritunarkeppni framhaldsskólanna sem var haldin í tuttugasta skiptið núna um helgina. 

Keppnin var háð á netinu, enda þurfti að gera ráðstafanir sökum Covid-faraldursins. Keppnin tókst afar vel þrátt fyrir öðruvísi fyrirkomulag og að sögn þeirra sem sáu um utanumhald hennar voru allir keppendur tilbúnir til að láta þetta ganga upp. 

Í Forritunarkeppninni þurftu keppendur að leysa fjölbreyttar forritunarþrautir, allt frá því að smíða forrit sem óskar keppninni til hamingju með 20 ára afmælið yfir í að smíða forrit til að aðstoða við raðgreiningar á kórónuveirunni.

Tölva og aukaskjár

Keppendur sendu inn myndir af keppnisaðstöðunni heima fyrir.

Verðlaunahafar 2020

Keppninni var skipt eins og venjulega í þrjár deildir eftir erfiðleikastigi og einnig var keppt í opinni deild þar sem allir gátu spreytt sig á verkefnum að heiman. Verðlaun voru veitt fyrir þrjú efstu sætin í hverri deild auk þess sem sigurvegurum Alfa-deildar býðst niðurfelling skólagjalda við tölvunarfræðideild í eina önn.

Alpha - deild:

Alfa-deildin er ætluð þeim sem hafa mikinn áhuga og þekkingu á forritun. Þeim þátttakendum sem best stóðu sig í þessari deild verður boðið að taka þátt í æfingabúðum með því markmiði að velja í ólympíulið Íslands í forritun. 

1. sæti: Einhver vildi vera með mér í liði :) - Fjölbrautaskóla Snæfellinga/Hagaskóli / Giovanni Gaio, Benedikt Vilji Magnússon

2. sæti: Veni, Vidi, Vici - Fjölbrautaskólinn í Breiðholti / Kjartan Óli Ágústsson, Samúel Arnar Hafsteinsson

3. sæti: Algjör sveppur og leitin að Vörðuskóla – Tækniskólinn / Reyn Alpha Magnúsar, Victor Wahid Ívarsson, Birkir Arndal 

Beta - deild:

Beta-deildin er millistig sem er ætlað að brúa bilið á milli Delta- og Alfa-deildar. Í henni má búast við dæmum sem meðal annars fela í sér faldaðar lykkjur (e. Nested loops), flóknari strengjavinnslu og einföld reiknirit. 

1. sæti: Curse you Perry Platypus – Tækniskólinn / Hrafn Arason, Arnór Friðriksson, Tristan Andersen

2. sæti: (){:|:&};: - Tækniskólinn / Guðmundur Brimir Björnsson, Daníel Örn Gíslason

3. sæti: OPPRESSION – Tækniskólinn / Ágúst BJ4ÖJ, Sesselja, Ragnar

Delta - deild:

Delta-deildin er ætluð byrjendum eða þeim sem er rétt farnir að kynnast forritun. Æskileg kunnátta er einföld strengjavinnsla, inntak, úttak, if-setningar og einfaldar lykkjur. 

1. sæti: Team Maryland - Verzlunarskóli Íslands / Gunnlaugur Eiður Björgvinsson

2. sæti: Synir Sigmundar Davíðs – Tækniskólinn / Kristófer Máni Róbertsson, Marteinn Hugi Sigurgeirsson, Tristan Magni Hauksson

3. sæti: DAD - Fjölbrautaskólinn í Breiðholti / Daníel Snær, Axel Snær, Daníel George

Aukaverðlaun 

Í ár voru veitt verðlaun fyrir bestu aðstöðuna en þau hlutu liðið two girls one computer frá Verzlunarskóla Íslands, þær Glódís Hermannsdóttir og Helga Rún Hermannsdóttir. 

SkjáskotVenju samkvæmt voru jafnframt veitt verðlaun fyrir besta búninginn en þau hlaut Reyn Alpha Magnúsar sem klæddist forláta peysu skreytta Daða og gagnamagninu. Besta nafnið var valið (){:|:&};: frá Tækniskólanum. 

Innsýn í keppnina

Bjarki Ágúst Guðmundsson, einn af dómurum í keppninni og stundakennari við tölvunarfræðideild, lýsti framvindunni á Instagram-reikningi HR

(ath. efnið er núna í sögusafninu (highlights))

Frekari upplýsingar