Fréttir eftir árum


Fréttir

Framkvæmdir við HR ganga vel

19.5.2020

Framkvæmdir Jáverks við Háskólagarða fyrir nemendur HR ganga vel og samkvæmt áætlunum. Opnað verður fyrir umsóknir fyrir lok mánaðarins og þeir verða formlega opnaðir í haust.

DSCF1895Háskólagarðar að rísa við Háskólann í Reykjavík

Nýtt hjólaskýli verður byggt við Háskólann í Reykjavík í sumar og verður tilbúið til notkunar í haust. Skýlið mun rísa framan við aðalinngang HR. Það verður um 60 fermetrar og með pláss fyrir 80 reiðhjól. Háskólinn stóð fyrir verðkönnun í vor og var Jáverk með lægsta verðið og hlaut verkið.

Framkvæmdir eru hafnar við frágang og innréttingar á funda- og vinnuaðstöðu fyrir nemendur í Seres, frumkvöðlasetri HR , sem er í viðbyggingu við Braggann. Aðstaðan mun einnig nýtast fyrir veitingarekstur í Bragganum. Nokkrar breytingar hafa verið gerðar frá fyrri hönnun á vegum háskólans og mun háskólinn bera kostnað af endurhönnun, frágangi og innréttingum. Ístak sér um verkið og er gert ráð fyrir að aðstaðan verði tilbúin í haust.