Fréttir eftir árum


Fréttir

Framtíðin undirbúin á alþjóðlegri ráðstefnu

Alþjóðlega CDIO ráðstefnan er nú í fullum gangi í Háskólanum í Reykjavík en þetta er í 18. skiptið sem ráðstefnan er haldin.

14.6.2022

Háskólinn í Reykjavík heldur nú alþjóðlegu CDIO ráðstefnuna sem er haldin í átjánda sinn dagana 13. – 15. júní 2022. Yfirskrift ráðstefnunnar að þessu sinni er „Að lifa af og dafna – Framtíðin undirbúin“ (e. Surviving and Thriving – Preparing for the Future).

Fjöldi fólks situr í fyrirlestrasal og hlustar.Ráðstefnuna sækja um 240 gestir hvaðanæva að úr heiminum og hlýða þar á fyrirlestra og taka þátt í vinnustofum og umræðum. Aðalræðumenn eru þau Carl Wieman, Nóbelsverðlaunahafi og prófessor í eðlisfræði og kennslufræði við Stanford háskóla, Halla Hrund Logadóttir, orkumálastjóri og Geir Egil Dahle Øien, prófessor við Norska Vísinda- og Tækniháskólann (Norges teknisk-naturvitenskapelige Universitet). Við upphaf ráðstefnunnar ávörpuðu þær Ragnhildur Helgadóttir rektor HR og María Sigríður Guðjónsdóttir, formaður skipulagsnefndar CDIO 2022, gesti.

CDIO stendur fyrir „Conceive, Design, Implement and Operate“ eða „Hugmynd, Hönnun, Innleiðing og Rekstur“, og er það samstarfsnet háskóla sem kenna tæknigreinar en iðn- og tæknifræðideild og verkfræðideild Háskólans í Reykjavík eru þátttakendur í samstarfinu. Í CDIO-aðferðafræðinni er lögð áhersla á samráð háskóla og atvinnulífs og fagfélaga. Mótun námsbrauta í anda CDIO á að tryggja að nemendur fái lausnamiðaða tæknilega færni sem vinnuveitendur sækjast eftir, án þess að slegið sé af fræðilegum kröfum. Nokkrum sinnum á ári koma meðlimir CDIO samstarfsins, verkfræðikennarar og vísindamenn, saman til að skiptast á hugmyndum og reynslu, fara yfir þróunina, meta og betrumbæta CDIO nálgunina enn frekar.

Kona stendur fyrir framan áhorfendur og flytur ræðu. Í bakgrunni er skjár með texta.

-----------------------------------

Reykjavik University hosts the 18th CDIO International Conference which is being held June 13-15 in 2022. The main theme of the 18th International Conference is Surviving and Thriving - Preparing for the Future.

The conference is attended by 240 guests worldwide who listen to lectures and participate in workshops and roundtables. Keynote Speakers are Carl Wieman, Professor of Physics and Education at Stanford University, Halla Hrund Logadóttir, Director General of the National Energy Authority in Iceland, and Geir Egil Dahle Øien, professor at the Department of Electronic Systems at The Norwegian University of Science and Technology (NTNU). At the beginning of the conference, Ragnhildur Helgadóttir, President of RU, and María Sigríður Guðjónsdóttir, Chair of the CDIO 2022 Local Organizing Committee of, addressed the guests.

The CDIO approach is an innovative educational framework for producing the next generation of engineers. It is a framework for providing students with an education stressing engineering fundamental set in the context of Conceiving — Designing — Implementing — Operating (CDIO) real‐world systems and products.

CDIO collaborators recognize that engineering education is acquired through programs of varying lengths and stages in a variety of institutions and that educators in all parts of this spectrum can learn from practice elsewhere. Several times each year, CDIO collaborating institutions, engineering educators and researchers gather to exchange ideas and experiences, review developments, assess and further refine the CDIO approach.