Fréttir eftir árum


Fréttir

Fyrsta brautskráning kandídata úr tölvunarfræði HR við HA

14.6.2018

Í gær, miðvikudag, voru tíu kandídatar brautskráðir úr tölvunarfræðideild Háskólans í Reykjavík við Háskólann á Akureyri. Þetta er í fyrsta sinn sem nemendur ljúka þriggja ára bakkalárgráðu í samstarfi HR og HA um nám í tölvunarfræði.

Nemendur sitja við fartölvurHaustið 2015 hófst samstarf HA og HR um að bjóða upp á tölvunarfræðinám við Háskólann á Akureyri. Sata, samtök atvinnurekanda á Akureyri styrktu námið en fyrst um sinn var í boði tveggja ára diplómanám. Í fyrra var í fyrsta skipti boðið upp á að klára BSc-gráðu við HA.

Nú stunda tæplega 40 manns nám í tölvunarfræði HR við HA. Námsefni og fyrirlestrar koma frá HR en dæmatímar og hópverkefni fara fram undir handleiðslu kennara við HA.

Hópur manna stendur á tröppum fyrir utan HAÚtskriftarárgangurinn ásamt rektorum Háskólans í Reykjavík og Háskólans á Akureyri.