Fréttir eftir árum


Fréttir

Fyrsti árgangurinn í tölvunarfræði við HR á Akureyri

1.10.2015

Fyrsti árgangurinn í tölvunarfræði við HR á Akureyri

Nú í ágúst hófu 22 nemendur diplómanám í tölvunarfræði við Háskólann á Akureyri. Námið er í samstarfsverkefni HA og Háskólans í Reykjavík. 

Nemendur hafa aðstöðu í Háskólanum á Akureyri og mæta þangað í verkefnavinnu með leiðbeinanda á hverjum virkum degi en eru skráðir í nám við HR og fá fyrirlestra og verkefni þaðan. 

Með þessu er verið að gefa nemendum á Norðurlandi kost á að stunda vel þekkt og virt nám í tölvunarfræði með sveigjanlegum hætti. Þetta samstarf styrkir þar að auki atvinnulífið á Norðurlandi því töluvert er þar af fyrirtækjum í upplýsingatækni og hefur ekki verið auðvelt fyrir þau að ráða til sín nýtt fólk.