Fréttir eftir árum


Fréttir

Glæsilegur árangur hjá fyrsta íslenska keppandanum á Ólympíuleikum í forritun

14.8.2017

308 keppendur frá 84 löndum tóku þátt á alþjóðlegu Ólympíuleikunum í forritun sem voru haldnir í 29. skipti í Íran fyrir stuttu. Ísland sendi sinn fyrsta keppanda í ár á leikana, Bernhard Linn Hilmarsson, sem mun hefja nám í tölvunarstærðfræði við HR í haust. Þjálfari Bernhards er Bjarki Ágúst Guðmundsson sem hefur náð góðum árangri í forritunarkeppnum fyrir hönd HR undanfarin ár.

Ungur maður stendur fyrir framan vegg þar sem eru upplýsingar um Ólympíuleikana í forritunÁ fyrri keppnisdegi gekk Bernhardi gífurlega vel, og langt fram úr vonum þjálfaranna, að sögn Bjarka. Á seinni keppnisdegi gekk honum ekki eins vel, en engu að síður endaði hann í 129. sæti og fékk bronsmedalíu sem verður að teljast frábær árangur.

Bernhard kemur af Tölvubraut úr Tækniskólanum. Hann byrjaði að stunda keppnisforritun með leiðsögn frá Bjarka Ágústi fyrir aðeins tæpu ári en nýlega var stofnað Keppnisforritunarfélag Íslands með stuðningi frá Háskólanum í Reykjavík. Hann ætlar að halda áfram að æfa keppnisforritun meðfram námi og er stefnan sett á að komast í heimsúrslitin í Háskólakeppninni í forritun.

Olympiuleikar_forritun-1-Sjá lokaniðurstöður keppninnar