Fréttir eftir árum


Fréttir

Fyrsti samningur HR við háskóla í Miðausturlöndum undirritaður

27.11.2017

Fyrir stuttu undirritaði Ari Kristinn Jónsson, rektor Háskólans í Reykjavík, samning við Jordan University of Science and Technology (JUST). Þetta er í fyrsta sinn sem HR gerir samstarfssamning við háskóla í Miðausturlöndum, en skólinn er staðsettur í Irbid í norðurhluta Jórdaníu.

HR hefur fengið styrk frá Evrópusambandinu til þess að bjóða nemanda í tölvunarfræði frá JUST til þess að koma hingað í skiptinám í sex mánuði. Einnig verður einum íslenskum nemanda í tölvunarfræði boðið upp á styrk til þess að fara þangað í skiptinám allt upp í sex mánuði.  

Fulltrúar HR heimsóttu jafnframt German Jordanian University sem er staðsettur rétt fyrir utan Amman, höfuðborg Jórdaníu, til þess að skoða möguleika á samstarfi.

Samstarfssamningur_1511786718491

Á myndinni eru fulltrúar Jordan University of Science and Technology (JUST) og HR við undirritun samningsins. Guðlaug Matthildur Jakobsdóttir, forstöðumaður alþjóðaskrifstofu HR er önnur frá vinstri, Ari Kristinn Jónsson er þriðji frá hægri í efri röð, Gísli Hjálmtýsson, forseti tölvunarfræðideildar HR, annar frá hægri, og fyrsti frá hægri er Mohammad Hamdaqa, lektor í tölvunarfræði við HR.