Fréttir eftir árum


Fréttir

Móttaka flóttamanna, einkenni vændismansals, ljósmyndasýning og gæðastjórnunarkerfi

9.5.2019

Þetta eru meðal umfjöllunarefna nemenda í MPM-námi, meistaranámi í verkefnastjórnun við HR, í námskeiðinu Verkefni í þágu samfélags.

Á öðru misseri vinna nemendur MPM-námsins raunverkefni sem á að nýtast, á einn eða annan hátt, til uppbyggingar í íslensku samfélagi. Nemendahóparnir velja sér viðfangsefni en skilyrði er að þau falli að að námsmarkmiðum. Verkefnin sem unnin voru á vorönn 2019 voru kynnt á ráðstefnu í HR síðastliðinn föstudag.

Forsvarsmenn námsins segja það vera hvetjandi fyrir nemendur að vinna að viðfangsefnum sem nýtast vel og vekja athygli fyrir góðan málstað. „Mörg verkefni sem unnin hafa verið í MPM-náminu hefðu ekki orðið að veruleika nema vegna vinnuframlags, metnaðar og sérfræðiþekkingar nemendanna sem að þeim komu og létu hlutina gerast,“ að sögn Helga Þórs Ingasonar, forstöðumanns MPM-námsins við HR. 

Fólk að hlusta á fyrirlestur

Við erum svo margt

Hópur nemenda setti saman ljósmyndasýninguna „Við erum svo margt” en tilgangurinn var að opna umræðu um sjálfsvígshugsanir, vekja fólk til umhugsunar um vandann, miðla persónulegum leiðum til bata og hvetja fólk sem glímir við sjálfsvígshugsanir til þess að leita sér hjálpar. Bakhjarlar verkefnisins voru Geðhjálp og 1717, hjálparsími Rauða krossins, sem saman standa að verkefninu Útmeð'a. Nemendur sem unnu verkefnið eru Elín Guðlaug Stefánsdóttir, Magnús Blöndal, Sara Lovísa Halldórsdóttir, Sóley Valdimarsdóttir, Sonja Björg Jóhannsdóttir og Valgeir Páll Björnsson.

Versa Vottun ehf.

Hópurinn innleiddi gæðastjórnunarkerfi fyrir nýja vottunarstofu til að gera henni kleift að svara kalli stjórnvalda um að taka út og votta jafnlaunastaðalinn og aðra stjórnunarstaðla. Nemendur: Gná Guðjónsdóttir, Lóa Jóhannsdóttir, Ólöf Vala Sigurðardóttir, Ólafur Gauti Hilmarsson, Ragna Stefánsdóttir, Rakel Sæmundsdóttir.

Kynningar-MPM-vor2019-2-

Móttaka kvótaflóttamanna

Hópurinn vann með Rauða krossi Íslands að gerð hagnýtrar upplýsingasíðu fyrir verkefnastjóra RKÍ og sveitarfélaga landsins sem koma að móttöku kvótaflóttamanna á Íslandi. Nemendur: Anna Ellen Douglas, Anna Guðrún Auðunsdóttir, Anna María Daníelsdóttir, Íris Svavarsdóttir, Magnús Ólafur Einarsson, Sunna Björg Reynisdóttir.

A proposal for a new office to improve social services for foreign-born Icelanders in Reykjanesbær

Lýsingin á þessu verkefni er sem hér segir: „This project aims to explore innovative solutions to improve social support services, specifically those in the immigrant population, in the municipality of Reykjanesbaer. Ultimately, the project will deliver a proposal to the municipality about the most efficient structure and size of a new office serving the immigrant community, based upon analysis of specific needs of the project stakeholders. The idea for a special service office for immigrants is the result of a conference that was hosted by the Icelandic Directorate of Labour.“ Nemendur: Grétar Ingi Berndsen, Hafþór Þórarinsson, Linda Hrönn Hermannsdóttir, Mary Frances Davidson.

Fólk hlýðir á fyrirlesturBætt samfélag

Hópurinn tók að sér að vinna umbótaverkefni fyrir Rauða krossinn í Kópavogi. Verkefnið fólst í að útbúa ferlateikningar, verklagsreglur/verklýsingar og mælikvarða fyrir þrjú verkefni innan Rauða krossins. Þessi verkefni eru: Félagsvinir eftir afplánun, Heimsóknarvinir, Hundavinir og Æfingin skapar meistarann. Nemendur: Ingólfur Theodór Bachmann, Anna Gunnlaug Friðriksdóttir, Silja Guðmundsdóttir, Þóra Kristín Pálsdóttir, Sveinn Arnar Knútsson og Sveinn Bjarnason.

Vopn gegn vændi

Hópurinn setti saman fræðslu fyrir starfsfólk hótela og gististaða um einkenni vændismansals og/eða vændis. Verkefnið var unnið í samvinnu við Samtök ferðaþjónustunnar, Reykjavíkurborg og Lögregluna á höfuðborgarsvæðinu. Nemendur: Ágústa Ýr Sveinsdóttir, Bryndís Ósk Björnsdóttir, Ingunn Þorvarðardóttir, Ísól Fanney Ómarsdóttir, Stella Sif Jónsdóttir og Þórgunnur Jóhannsdóttir.

Um MPM-námið

Meistaranám í verkefnastjórnun, MPM, er stjórnendanám sem miðar að því að koma hlutum í verk með skilvirkum hætti á öllum stigum og á öllum sviðum samfélagsins. Í náminu er verkvísindalegri þekkingu miðlað og nemendur kynnast faglegri stjórnun verkefna, verkefnastofna, verkefnaskráa, verkefnastofa og verkefnadrifinna fyrirtækja.