Fréttir eftir árum


Fréttir

Gervigreind, útprentað hjarta, tölvutætingur og tölvuleikjagerð

9.2.2015

UTmessanUTmessan var haldin á föstudag og laugardag og var samkvæmt venju vel sótt. Á UTmessunni, sem haldin var í Hörpu, bauðst gestum að sjá og prófa það helsta sem er að gerast í tölvu- og tæknigeiranum.

Á fyrri deginum var fagráðstefna og á laugardeginum sýning fyrir alla fjölskylduna.  Háskólinn í Reykjavík bauð að sjálfsögðu upp á skemmtilega dagskrá fyrir alla fjölskylduna.

Rannsóknir og verkefni

Vísindamenn við tölvunarfræðideild settu upp sérstakt gervigreindarhorn þar sem þeir útskýrðu og sýndu afrakstur rannsókna sinna. Vísindamenn í heilbrigðisverkfræði sýndu 3D útprentaðan heila, hjarta, bein og fleira,  og sýnd voru sýnishorn úr tölvuleikjum sem nemendur þróa á þremur vikum. Nemendur tækni- og verkfræðideildar sýndu vatnaflygil, kafbátinn Ægi og eldflaugina Mjölni.

Tölvutætingur - keppni í að taka tölvu í sundur og setja hana aftur saman

Tölvutætingurinn var keppni á vegum /sys/tra, nemendafélags kvenna í tölvunarfræði við HR og Promennt. Hún var opin áhugasömum tölvutæturum á aldrinum 15-25 ára. Þeir fjórir keppendur sem dregnir voru út fengu vélabúnað í bútum, áttu að setja hann saman og loks koma tölvunni í gang. Sá þátttakandi sem var fyrstur til að kveikja á tölvunni vinnur. Á básum Promennt  /sys/tra var jafnframt hægt að fikta í tölvum og fylgihlutum, tæta og setja saman.

UTmessanSjá fleiri myndir frá UTmessunni á Facebook-síðu HR