Fréttir eftir árum


Fréttir

Ritrýndar birtingar fjórfaldast yfir níu ára tímabil

22.3.2017

Háskólinn í Reykjavík gefur út skýrslu einu sinni á ári um styrk háskólans í rannsóknum. Nýlega kom út nýjasta útgáfa af skýrslunni þar sem tekin er saman tölfræði um birtingar á ritrýndum vettvangi  og úthlutuðu fjármagni úr rannsóknarsjóðum á árunum 2007 - 2016.

HR fjórfaldar birtingar á rannsóknum

Í skýrslunni kemur fram að HR er enn að auka birtingar sínar á ritrýndum vettvangi. Síðan 2007 hefur háskólinn fjórfaldað birtingar sínar og fjöldi ritrýndra birtinga að meðaltali á hvern akademískan starfsmann í rannsóknarmati hefur aukist úr 1,1 birtingu árið 2007 í 4,2 árið 2016.

Þar að auki hefur háskólinn fengið verulega aukið rannsóknafé úr samkeppnissjóðum á tímabilinu 2007-2016. Til dæmis hefur skólinn fjórfaldað styrkupphæðir úr Rannsóknarráði Vísinda- og tækniráðs. Auk rannsóknarstyrkja úr íslenskum samkeppnissjóðum hefur HR einnig fengið aukið styrkfé úr erlendum samkeppnissjóðum, m.a. úr Rannsóknaráætlunum Evrópusambandsins.

Lesa skýrslu um styrk Háskólans í Reykjavík í rannsóknum 2007-2016

Birtingar-á-ritrýndum-vettvangi-2007-2016Af hverju þessi góði árangur?

Háskólinn í Reykjavík starfar eftir metnaðarfullri rannsóknastefnu en samkvæmt henni eiga vísindamenn hans að vera virkir þátttakendur í vísindasamfélaginu og rannsóknir við HR eiga að uppfylla þær kröfur sem gerðar eru til vandaðra vísindarannsókna á alþjóðlegum vettvangi. Rannsóknarvirkni allra akademískra starfsmanna skólans er metin árlega af erlendri nefnd sérfræðinga. Við háskólann starfar jafnframt öflugt rannsóknaráð sem mótar stefnu HR í rannsóknum og veitir ráðgjöf um framkvæmd hennar til rektors og forseta deilda.

Lesa rannsóknastefnu Háskólans í Reykjavík