Fréttir eftir árum


Fréttir

Gott samstarf við Auðnu

10.5.2022

Aðalfundur Auðnu tæknitorgs fór fram 9. maí 2022. Háskólinn í Reykjavík er aðili að Auðnu, eins og Háskóli Íslands, Háskólinn á Akureyri, Háskólinn á Bifröst og Listaháskóli Íslands, og á í afar góðu samstarfi við Torgið. 

Starfsemi Auðnu hefur verið kynnt í öllum deildum HR í vetur og það er ástæða til að hvetja vísindafólk til að þiggja þar aðstoð. Auðna aðstoðar vísindasamfélagið við að skila uppfinningum og hagnýtanlegum rannsóknarniðurstöðum til samfélagsins í formi lausna, verðmætasköpunar og aukinnar samkeppnishæfni.

Markmið Auðnu er að styðja íslenskt vísindasamfélag með ráðum og dáð þegar kemur að hugverkavernd, greiningu á markaðs- og hugverkalandslagi, tengja uppfinningar og vænleg nýsköpunarverkefni við fjárfMarkmið Auðnu er að styðja íslenskt vísindasamfélag með ráðum og dáð þegar kemur að hugverkavernd, greiningu á markaðs- og hugverkalandslagi, tengja uppfinningar og vænleg nýsköpunarverkefni við fjárfesta og atvinnulíf og aðstoða við sprotafyrirtækjamyndun.