Fréttir eftir árum


Fréttir

Grunnskólanemar bjuggu til rafmótor og mældu stökkkraft

9.3.2016

Háskólinn í Reykjavík heldur á hverju voru námskeið fyrir nemendur í efstu bekkjum grunnskóla undir heitinu Hringekjan. Lögð er áhersla á að sýna þátttakendum leiðir til að nýta tæknina til að skapa, leysa verkefni og öðlast skilning á ólíkum viðfangsefnum. 

Einn skóli er valinn til samstarfs á hverju ári og þetta árið var það Háteigsskóli. Kennarar tækni- og verkfræðideildar og tölvunarfræðideildar HR taka þátt í verkefninu af hálfu Háskólans í Reykjavík. Um 100 börn í 9. og 10. bekkjum Háteigsskóla sóttu námskeið tvo tíma í senn í þrjár vikur samfleytt.

Þetta árið snerust vinnusmiðjur og námskeið um tölvunarfræði, mælingar á stökkkrafti, samsetningu rafmótors. leikjafræði og gervigreind meðal annars. Að námskeiðinu loknu fá nemendurnir viðurkenningarskjal sem staðfestir þátttöku þeirra í Hringekjunni. 

Guðrún A. Sævarsdóttir, forseti tækni- og verkfræðideildar, afhenti nemendum Háteigsskóla viðurkenningarskjölin.