Fréttir eftir árum


Fréttir

Gulleggið hófst í HR

27.1.2015

Ari Kristinn Jónsson, rektor HR, opnaði formlega frumkvöðlakeppnina Gulleggið 2015 á fimmtudaginn í síðustu viku. Um 150 þátttakendur og gestir sóttu opnunarhátíðina sem haldin var í Háskólanum í Reykjavík.

Gulleggið 2015Til máls á opnunarhátíðinni tók jafnframt Georg Lúðvíksson, framkvæmdarstjóri Meniga. Meniga var í einu af 10 efstu sætum keppninnar árið 2009 og er nú fyrirtæki með yfir 100 starfsmenn.

Háskólinn í Reykjavík átti nemendur í þremur efstu sætum keppninnar í fyrra.

Þátttakendur í Gullegginu fá nú tækifæri til að sækja námskeið og fá aðstoð við að koma hugmyndum sínum í framkvæmd. Samstarfsaðilar keppninnar flytja erindi og bjóða fram aðstoð sína en þeir eru mörg stærstu og öflugustu fyrirtæki og stofnanir landsins á sviði nýsköpunar.

Meginmarkmið keppninnar er að skapa vettvang fyrir ungt athafnafólk til að öðlast þjálfun og reynslu í mótun nýrra viðskiptahugmynda og rekstri fyrirtækja. Alls barst 251 hugmynd í keppnina og standa um 500 einstaklingar að baki þeim. Samtals hafa 1954 hugmyndir borist keppninni frá árinu 2008 þegar hún fór fram í fyrsta sinn.

Gulleggið 2015Georg Lúðvíksson

Gulleggið 2015Ari Kristinn Jónsson

Lesa meira: