Fréttir eftir árum


Fréttir

Hægt að byrja strax í frumgreinanámi

25.1.2018

Frumgreinadeild býður nú upp á þann möguleika í fyrsta sinn að hefja undirbúning fyrir háskólanám í febrúar með því að ljúka fyrsta stærðfræðiáfanganum í náminu. Þessi möguleiki gæti hentað þeim sem stefna á að hefja undirbúningsnám fyrir háskóla í frumgreinadeild í haust.

Með því að nýta þennan möguleika geta nemendur tekið áfangann á lengri tíma, eða á 6-8 vikum í stað tveggja vikna. Þeir geta jafnframt hafið frumgreinanámið seinna í haust, um miðjan ágúst 2018 í stað þess að byrja 1. ágúst.

Áfanginn heitir STÆ2A05 og hefst um mánaðarmótin febrúar-mars. Kennsla fer fram seinni part dags og námsefni og verkefni eru aðgengileg á netinu. Opið er fyrir umsóknir í áfangann til og með 30. janúar 2018.

Nemendur í skólastofu horfa á tölvuskjái á ferðatölvunum sínum