Fréttir eftir árum


Fréttir

Hafrún Kristjánsdóttir nýr prófessor

16.6.2022

Dr. Hafrún Kristjánsdóttir hefur hlotið framgang í stöðu prófessors við íþróttafræðideild Háskólans í Reykjavík eftir mat alþjóðlegrar hæfisnefndar.

Kona hallar sér upp að steinveggHafrún er virtur fræðimaður og sérfræðingur á sínu sviði. Hún hefur gefið út töluvert af fræðigreinum sem birst hafa í virtum alþjóðlegum vísindatímaritum eins og Psychology of Sport and Exercise og International Journal of Environmental Research and Public Health. Hafrún hefur einnig sterk tengsl við fræðasamfélagið, bæði innanlands og á alþjóðavettvangi. Hún hefur jafnframt verið áberandi í almennri umræðu innan sinnar sérfræðiþekkingar og unnið mikið fyrir íþróttahreyfinguna, svo sem Íþrótta- og Ólympíusambandið, auk fjölmargra íþróttasambanda og íþróttafélaga.

Hafrún hefur víðtæka reynslu sem kennari og leiðbeinandi, hefur kennt við HR síðastliðin 12 ár og hefur reynslu af kennslu erlendis á vinnustofum í Bretlandi, Frakklandi og Hollandi. Hún hefur stýrt íþróttafræðideild HR frá því 2013 og verið forseti deildarinnar frá 2019. Hún hefur einnig haft umsjón með tæplega 80 rannsóknarverkefnum nemenda, bæði á framhalds- og grunnnámsstigi. Að auki er hún nú aðalleiðbeinandi eins doktorsnema, meðleiðbeinandi fyrir annan og er í nefnd þriggja doktorsnema til viðbótar.

Hafrún lauk doktorsnámi i líf- og læknavísindum frá Háskóla Íslands árið 2015, meistaraprófi í klínískri sálfræði frá Háskóla Íslands 2005 og BSc prófi í sálfræði frá sama skóla.

---------------------------

Dr. Hafrún Kristjánsdóttir has been promoted to the position of a full professor within the Department of Sport Science. Members of the evaluation committee, appointed in early April 2022, were: Dr. Viðar Halldórsson (Committee Chair), Professor in Sociology at Faculty of Sociology, Anthropology and Folkloristics, University of Iceland, Dr. Urban Johnson, Professor in Sport Science and Exercise Psychology, Halmstad University, Sweden, and Dr. Urður Njarðvík, Professor in Clinical Child Psychology at Faculty of Psychology, University of Iceland. The committee submitted their evaluation report in June 2022.

The committee concluded that Dr. Hafrún Kristjánsdóttir fulfils the RU criteria in research, teaching, and service for the position of a full professor. Furthermore, the committee concluded that: “The applicant is an autonomous scholar and expert in her field. She has a considerable publication record and strong ties to the academic community, both locally and internationally. The applicant further has extensive teaching experience and considerable experience as a supervisor for undergraduate and graduate levels. Finally, the applicant has a vast experience in service within and outside of Reykjavik University. She is a prominent scholar and practitioner in the Icelandic context and an increasingly recognized scholar in international networks”.