Fréttir eftir árum


Fréttir

Hagnýttu orku sem vanalega fer til spillis

Iðnhönnuðurinn Sigga Heimis leiðbeindi nemendum í hönnun

26.4.2021

Iðnhönnuðurinn Sigríður Heimisdóttir - Sigga Heimis - og Indriði Sævar Ríkharðsson, lektor við iðn- og tæknifræðideild, kenndu nýverið í sameiningu hönnun í vél- og orkutæknifræði þar sem áhersla var lögð á að blanda saman viðmóti, hönnun, umgengni og tækni. Hugmyndin var að nýta orku sem verður til í daglegu lífi og vanalega fer til spillis. Meðal þess sem nemendur fengust við var að nota vindorku og hreyfiorku til þess að hlaða síma, búa til sjálftrekkjandi klukku og finna leið til þess að framleiða rafmagn úr hita frá prímus. 

https://vimeo.com/537229541