Fréttir eftir árum


Fréttir

Háskóladagurinn 2022 í beinni útsendingu frá HR

Stafrænn Háskóladagur laugardaginn 26. febrúar

25.2.2022

Bein útsending verður frá Háskólanum í Reykjavík laugardaginn 26. febrúar frá kl. 12 - 14. Þar munu nemendur úr stúdentafélaginu taka viðtöl við nemendur og kennara um námið og lífið í HR. Einnig verða nemendur úr nemendafélögum í brennidepli og munu þeir sýna aðstöðuna í HR og kynna þjónustuna sem þar er í boði. Einnig verður hægt að tala við nemendur, kennara og námsráðgjafa frá kl. 12 - 15 á Zoom. 

Stafræni háskóladagurinn:Hd_2021_banner-a-hris_1645796691907

  • Kynntu þér fjölbreytt og framsækið námsframboð
  • Fáðu persónulega ráðgjöf um námsval
  • Sjáðu frábæra aðstöðu í HR
  • Fáðu innsýn í lífið í HR
  • Taktu fyrsta skrefið að því að skapa þína framtíð í HR

5 ástæður fyrir því að velja HR


Sterk tengsl við atvinnulífið
Nemendur HR vinna raunhæf verkefni í samstarfi við fyrirtæki og öðlast þannig forskot á vinnumarkaði. Margir kennarar í HR koma úr atvinnulífinu.

Góð aðstaða
Öll starfsemi HR er undir einu þaki og háskólabyggingin er opin allan sólarhringinn fyrir nemendur. Boðið er upp á afar góða aðstöðu til lesturs, hópavinnu og verklegra æfinga. Í byggingunni er m.a. að finna líkamsrækt, matsölu, kaffihús, hugleiðsluherbergi, bókasafn og verslun. Í næsta nágrenni háskólans eru útivistarperlurnar Öskjuhlíð og Nauthólsvík.

Nútímalegar kennsluaðferðir
Í kennslu við Háskólann í Reykjavík er lögð áhersla á trausta fræðilega undirstöðu, starfsnám og raunhæf verkefni sem unnin eru í samstarfi við fyrirtæki og stofnanir. Námsmat er fjölbreytt og nemendur vinna mikið í hópum að verkefnum, jafnvel þvert á ólíkar faggreinar.

Þjónusta við nemendur
Námið í Háskólanum í Reykjavík er krefjandi en að sama skapi er leitast við að veita nemendum þjónustu sem auðveldar eðlilega framvindu náms. Lögð er áhersla á góð og persónuleg samskipti kennara og nemenda. Bæði námsráðgjöf og sálfræðiþjónusta er í boði við skólann.

12+3 kerfið
Annir í HR eru brotnar upp í tvo hluta. Fjögur námskeið eru kennd í 12 vikur og þeim lýkur með námsmati. Að því loknu taka við þriggja vikna námskeið þar sem námsefnið er sett í hagnýtt samhengi með verkefnavinnu, hópavinnu, gestafyrirlesurum eða samstarfi við fyrirtæki.

Alþjóðleg gæðavottun
Á hinum virta lista Times Higher Education (THE) yfir bestu háskóla í heiminum er HR efstur íslenskra háskóla, í sæti 300-350. Margar námsbrautir HR hafa hlotið alþjóðlega gæðavottun.

Öflugar rannsóknir
Í mati Times Higher Education á hlutfallslegum áhrifum rannsókna alþjóðlegra háskóla, hefur HR síðastliðin tvö ár verið í efsta sæti. Nemendum í HR gefast tækifæri til að taka þátt í fjölmörgum alþjóðlegum rannsóknaverkefnum.

Eru þetta ekki orðnar 7 ástæður?
Jú, það eru bara svo miklu fleiri en fimm góðar ástæður fyrir því að stunda nám við HR!

Hittu okkur á Stafræna háskóladeginum