Fréttir eftir árum


Fréttir

Háskólagarðar HR á áætlun

5.9.2019

Opið fyrir umsóknir næsta sumar

Bygging Háskólagarða Háskólans í Reykjavík við Nauthólsveg gengur mjög vel og samkvæmt áætlunum. Sú bygging sem komin er lengst samanstendur af 122 útleigueiningum fyrir stúdenta, sem eru herbergi með sameiginlegu eldhúsi, einstaklingsíbúðir, paraíbúðir og fjölskylduíbúðir. Að auki eru þrjár íbúðir ætlaðar kennurum við HR sem koma erlendis frá.

Gert er ráð fyrir að þessar einingar verði tilbúnar til útleigu fyrir skólaárið 2020-2021. Hægt verður að sækja um þær næsta sumar en nánari upplýsingar um fyrirkomulag útleigunnar og aðrar hagnýtar upplýsingar munu koma fram á vef HR þegar nær dregur.

Þegar er hafin bygging sambærilegs húss sem hefur að geyma 130 útleigueiningar fyrir stúdenta og þrjár íbúðir fyrir kennara, eins og í fyrri áfanga, en miðað er við að hún verði tilbúin til útleigu skólaárið 2021-2022 ef allt gengur samkvæmt áætlun.

DSCF1895DSCF1856

DSCF1868

DSCF1959

DSCF1878

DSCF1825

DSCF1844

DSCF1965

DSCF1925

DSCF1819

Menn standa á þaki Háskólagarða

Haskolagardar-sept-2019-3-

Hús í byggingu