Fréttir eftir árum


Fréttir

Háskólagrunnur HR – nýtt nafn á traustum grunni

18.4.2018

Undirbúningsnám fyrir háskóla við Háskólann í Reykjavík heitir núna Háskólagrunnur HR, í stað frumgreinanáms áður.  Frumgreinadeild Háskólans í Reykjavík mun bera sama nafn og áður en heiti námsbrautanna eru Háskólagrunnur HR og Háskólagrunnnur HR – viðbótarnám við stúdentspróf. Innihald námsins helst óbreytt.

Ákveðin braut eða viðbótarnám

Háskólagrunnur HR er undirbúningsnám fyrir háskóla sem tekur eitt ár að ljúka. Nemendur í Háskólagrunni velja sér ákveðinn grunn í undirbúningsnáminu miðað við það nám sem þeir stefna á við HR. Viðbótarnám við stúdentspróf er, eins og nafnið gefur til kynna, fyrir þá einstaklinga sem eru með stúdentspróf en vantar einingar í stærðfræði og/eða raungreinum til að uppfylla inntökuskilyrði í ákveðnar deildir HR.

Traustur grunnur

Háskólagrunnur HR, undir heitinu frumgreinanám, hefur verið starfræktur í áratugi. Fyrst við Tækniskóla Íslands, sem síðan varð Tækniháskóli Íslands sem svo var sameinaður Háskólanum í Reykjavík árið 2005. Nýja nafnið lýsir betur því námi sem er í boði við deildina.

Lesa meira um Háskólagrunn HR